Reiða Öndin elskar sögur af fólki og fiskum
Reiða Öndin fylgist grannt með veiðimönnum og veiðikonum af árbakkanum og á öðrum stöðum þar sem veiði ber á góma. Reiða Öndin nýtur þess að skoða myndir af fallegum veiðistöðum og krötugum fiskum með frískum veiðimönnum.
Engin vandræði í Laxárdalnum
Bakarinn er með þetta Hér er Andrés Magnússon að spila einn stórrurriða á Slæðunni í Laxárdal. Bakarinn er vanur að að setja í þá nokkra í þessum vortúrum og hefur gert lengi og alltaf jafn [...]
Skiphylur Austurá.
Skiphylur Austurá Hér er Jóhann Birgisson á heimavelli með einn glæsilegan hausthæng úr Skiphyl í Austurá í Miðfirði. Skiphylurinn geymir oft marga laxa og stóra. Glæsilegur fiskur.
Hnausi geymir þá góða
Hnausi geymir þá góða. Gunnar Björnsson með litríkan og fallegan hæng úr Hnausa. Gunnar fékk fiskinn á Green Butt númer 10. Það er ákveðin grimmdar svipur á þeim félögum þarna í Hnausastreng.
Klúbburinn
Klúbburinn Þeir sauma ekki þessir. Hér er hópur manna sem hefur stundað veiðar saman mjög lengi. Kjarninn sterkur enda engir smá þungaviktamenn á ferð. Litríkir karakterar sem krydda lífið og tilveruna og gera heiminn enn [...]
Gott fólk
Gott fólk Það er alltaf gaman að vera með góðu fólki við veiðar enda er það ein af fjórum atriðum sem þurfa að vera til staðar til að gera veiðitúrinn fullkominn. Það fyrsta er áin, [...]
Svartá Ármótalax
Svartá Ármótalax Stella með fallegan lax í Ármótum Svartár og Blöndu. Stella á það til að skella sér í orlof af og til þá oftast í laxveiði enda mikill veiðigarpur.
Vorlax úr Miðfirði
Vorlax úr Miðfirði Rafn Valur Alfreðsson með glæsilegan vorlax í Miðfjarárá. Rabbi hefur veit eða séð þá nokkra undanfarin ár enda Miðfjarðaráin upp á sitt allra besta.
Hængur og Hrygna
Hængur og Hrygna Hilmar Ragnarson stórveiðimaður enda er hann vel á annan meter. Hér er hann með fallega 93 cm drottningu úr Fitjá, sem var veidd í Tjarnarfljóti á enga aðra flugu en Silver Sheep [...]
Vorveiði í Eystri Rangá
Eystri Rangá Hér eru feðgarnir Gunnar og Hrafn með tvo nýja úr Eystri. Það leynir sér ekki svipurinn, það er á feðgunum en laxarnir eru nokkuð hissa eins og sjá má.
Þórhöllustaðahylur
Þórhöllustaðahylur Hér er Gunni Inga með einn úr Þórhöllustaðahyl í Vatnsdal, sennilega eftir góða leiðsögn frá the Boss. Þeim hefur tekist það sem engum hefur tekist áður, að setja í einn stórlax í Þórdísarlundi.
Ingason er með þetta
Oddur Ingason er alveg með þetta. Hér er Oddur með einn fallegan úr Forsæludal nánar tiltekið í Torfhvammshyl. Það er magnað hvað við félagarnir höfum fengið marga stórlaxa á þessu svæði.
Hængur úr Víðidalsá
Hængur úr Víðidalsá Hér er hann Kalli , einn af þessum útvöldu með glæsilegan hæng úr Víðidalsá. Hann hefur veitt þá nokkra um ævina enda byrjaði hann ungur og alinn upp á Anfield.
Fallegur Krubbulax
Fallegur Krubbulax Hér er hann Þórir með fallegan hæng úr Krubbu. Það skal tekið fram að Þórir er með stærri mönnum þannig að þessi risalax er næstum peð í krumlunum á karlinum.
Óskar með einn stórlaxinn
Óskar-inn Hér er Óskar með einn af þeim stórlöxum sem hann hefur veitt um ævina. Glæsilegur fiskur úr Áveituhyl í Vatnsdalsá. Það er alveg magnað hvað þessi drengur hefur staðið sig vel á Árbökkunum. Óskar [...]
Risalax
Risalax Hér er Steini Geirs sem oft er nefndur Markarflatarundrið ásamt leiðsögumanninum Vasilly með risalax 36 pund sem hann veiddi í ánni Yokanga í ágúst 2012. Þvílíkur Mörhnöttur; það er að segja laxinn. Eftir að [...]
Maggú með einn hausthæng
Maggú með einn hausthæng Maggú með einn glæsilegan hæng sem var veiddur á Breiðunni, sem er efsti skráði veiðistaður í Laxá í Leirársveit. Glæsilegur stórlax.
Toggi með einn góðan
Toggi með einn góðan Hér er Þorgeir Haraldsson með einn góðan úr þeim þekkta stórlaxastað Hnausastreng. Hann hefur veitt þá nokkra í Húnavatnssýslunni, bæði í Víðidal og Vatnsdal í gegnum árin.
Karel með stórlax úr Smiðshyl
Karel með stórlax úr Smiðshyl Hér er Karel með einn boltann úr Smiðshyl. Margir voru búnir að reisa þennan, en Karel sá um að negla hann í Smiðshyl.
Krubba geymir stórlaxa
Krubba geymir stórlaxa Hér er Agnar Ágústsson með fallegan hausthæng 101 cm veiddan í Krubbu í Vatnsdalsá. Glæsilegur fiskur hjá Agnari, hans stærsti til þessa.
Glæsilegur vorfiskur
Glæsilegur vorfiskur Valgarður Ragnarsson með stórlax veiddan í Hnausastreng. Glæsilegur vorfiskur.
Oddahylur í Aðaldal
Oddahylur í Aðaldal Hér er Thorarinn Kristjánsson með 102 cm stórlax úr Oddahyl á Nessvæðinu í Aðaldal. Oddahylur hefur gefið þá nokkra í gegnum árin.
Sonur óbyggðanna
Sonur óbyggðanna Tómas með stórlax úr Kóngsbakka í Stóru Laxá. Það skal tekið fram að Tómas er lengri en myndin sýnir.
Hnausastrengur stórlax
Hnausastrengur stórlax Þetta er sko Lax-maður ! Það er alltaf æðislegt að sjá þegar menn veiða vel eða krækja í draumafiskinn. Þarna er Stulli með þennan glæsilega lax sem var veiddur í Hnausastreng sumarið 2015 [...]
Torfhvammshylur
Torfhvammshylur svaka taka Hér er einn eftirminnilegur glæsilegur hængur sem tók SRS hjá Októ með þvílíkum látum að veiðimaðurinn og hans aðstoðarmaður voru lengi að ná púlsinum niður. Hann tók í strengnum fyrir ofan stóra [...]
Stefán stórlaxabóndi
Stefán stórlaxabóndi Hér er Stefán með einn stórlaxinn úr Kóngsbakka í Stóru Laxá, en Stefán hefur fengið þá nokkra. Ég held að þeir séu á milli 30-40 stórlaxarnir sem Stefán hefur landað. Það fer enginn [...]
Stórlax úr Blöndu
Stórlax úr Blöndu Hér eru bræðurnir Magnús og Gunnar Gunnarssynir með stórlax úr Blöndu. Glæsilegur nýgenginn fiskur sem var veiddur í Damminum og landað eftir mikinn bardaga.
Stórlaxar í Aðaldalnum
Stórlaxar í Aðaldalnum Stórlaxar í Aðaldalnum nánar tiltekið við Knútstún árið 2015. Glæsilegur fiskur og glaður veiðimaður. Laxahvíslarinn klikkar ekki á þeim stóru.
Stórlax – Hausthængur
Stórlax - Hausthængur Stórlax - Hausthængar eru glæsilegir fiskar. Hér er einn úr Hraunhyl í Vatnsdalsá 102 cm.
Glæsilegur 100 cm hængur úr Stóru Laxá
Glæsilegur 100 cm hængur úr Stóru Laxá Hörður Filipsson er hér með glæsilegan 100 cm hæng úr Stóru Laxá. Veiðistaður Bergsnös og kom þessi á land eftir mjög stuttan tíma, alveg steinhissa áður en hann [...]
Glæsileg 100 cm hrygna úr Þverá
Glæsileg hrygna veidd í Þverá Ágústa Steingrímsdóttir veiddi glæsilega 102 cm hrygnu í Þverá árið 2014. Laxinum var landað eftir mikið stress og læti, en eftir góða kveðjustund hélt hrygnan aftur út í hylinn bláa.
sendu okkur þína sögu
thorbjorn@reidaondin.is