einstakir munir

hr

Hvort sem þú vilt verðlauna sjálfan þig eða vilt gefa einstaka gjöf þá er ljúft að njóta fallegra og persónulegra muna. Muna sem geta varðveitt söguna og minningar með þér. Faðmurinn er einn af þeim persónulegu munum sem veiðimaðurinn getur markað lengd veiddra fiska á armbandið. Fluguveski úr leðri getur gengið kynslóð fram að kynslóð með öllum þeim sögum sem veiðiflugurnar hafa að segja.

Reiða öndin býður upp á sérhönnun og persónulegar merkingar á öllum vörum.

Skoðaðu vörurnar og hafðu samband með þínar óskir og Reiða öndin uppfyllir þær.

smáatriðin

hr
Þú velur merkingar á fluguveskin, hvaða liti á að nota í armböndin, Faðminn, Snúruna. Hvernig eiga perlurnar og merkingarnar að vera. Allt gert persónulegt eftir þínum óskum.

Sérvalið fyrir veiðimanninn
Faðmurinn

láttu það eftir þér

hr

Veldu munina sem þig langar að gefa

Við finnum út liti og merkingar og komum með tilögur um hvernig hluturinn á að vera í samræmi við tilefnið.

Litir

Næsta skref er að velja lit og efni í viðkomandi hlut. Við erum með mikið og þétt úrval af virkilega vönduðum leðri, leðursnúru rússkinsreimum og möguleikarnir nær endalausir. Við veljum saman efnið sem þig langar ásamt lit og áferð.

Ákveða smáatriðin

Þetta er sá hluti sem mörgum finnst skemmtilegastur og smáatriðin eru það sem gera Faðminn, Snúruna eða Sarpinn algjörlega að þínu. Þú velur, lit á perlum  fyrir faðminn og jafnvel upphafsstafi á þínu nafni eða jafnvel lengd á stærst fiskinum sem þú hefur veitt. Nafn eða upphafsstafi á snúruna eða jafnvel auka krækjur eða hringi. Nafn eða tilefni á viðburði eða lógó á Sarpinn. Flugurnar eru svo það sem allir hafa skoðanir á, uppáhlds flugann með einhverjum smáatriðum sem viðkomandi verður að hafa eða bara sérsmíði. Hafðu samband og Reiða Öndin reynir að leysa þín mál.

Veiðivesti frá Reiðu öndinni

við sérhönnum fyrir þig

VANDAÐ HANDVERK – PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA – EINSTAKIR MUNIR

HAFÐU SAMBAND