Reiða Öndin þekkir nokkrar afskaplega fisknar flugur

Angry duck 57 favicon

Reiða Öndin býður kappsfullum veiðimönnum að tryggja sér góðar veiðiflugur sem elska að krækja í fiska. Áhugasamir veiðimenn geta sent Reiðu Öndinni póst og óskað eftir að fá fisknar veiðiflugur eftir sérpöntunum.

2019-09-15T12:50:45+00:00

Poch Tosh

Poch Tosh einkrækjur Hér er Poch Tosh flugan hnýtt á Bartleet handsmíðaðan krók númer 11. Þessi fluga er með gott pláss fyrir framan hausinn hugsað fyrir Portland bragðið.

2017-02-13T21:59:19+00:00

Gálan

Gálan Hér er glæsileg fluga úr smiðju Jensen;  Gálan. Hún er ein af þremur flugum sem hnýttar voru síðasta haust og fóru í prufukeyrslu og hún svínvirkar, reyndar kemur það ekki á óvart. Þær veiða flugurnar hans Jensen.

2017-02-09T21:11:05+00:00

Lonely Blue

Lonely Blue Þessi fluga er eftir meistara Jensen. Það er er falleg samsetning á litum og er hún einstaklega falleg enda er flugan mjög veiðin. Ég reyndi hana í fyrsta skipti í fyrra sumar og gaf hún mér eina fjóra [...]

2017-02-13T16:23:19+00:00

Fiskiflugan

Fiskiflugan Hér er sennilega sú fluga sem hefur gefið flesta fiska af þeim flugum sem Jensen hefur hnýtt. Glæsileg fluga að vanda og  eins og sést er mjög gott pláss fyrir framan hausinn fyrir Portlandbragðið. RÖ

2017-02-09T21:18:57+00:00

Vladimír

Vladimír Vladimir splunkunýr. Hér er ein splunkuný úr Skaftahlíðinni frá Meistara Jensen sem er sköpunargírnum þessa dagana. Vladimir heitir hún og það verður gaman að prufa að hitcha hana þessa.  Þetta er ekki beint hefðbundin fluga, en hún er engu [...]

2017-02-09T21:22:52+00:00

Silver Doctor

Silver Doctor Allir veiðimenn þekkja Doctor flugurnar, þessar gömlu góðu klassísku, litríkar og veiðilegar. Þeirra þekktust er líklega Black Doctor, en núna í seinni tíð Silver Doctor, en blue Doctor er sú sem er að týnast. Fyrir utan það að [...]

2017-02-09T21:25:11+00:00

Bláa Nunnan

Blue Nun Gamalt og gott - Mustard 3582, Blue Nun. Bláa Nunnan er sennilega ekki mikið notuð nú á dögum, en þetta er falleg fluga sem hnýtt er af Ólafi Ágústsyni og hún svínvirkar það get ég staðfest. Hún á [...]

2017-02-09T21:49:50+00:00

Ármót

Ármót Ármót. Það merkilega við þá flugu er að hún er næstum útdauð! Kolbeinn Grímsson segist hafa hnýtt hana eitt sinn meðan beðið var eftir bíl til að fara austur í birting. Hún er eingöngu hnýtt með gerviefni, sem ekki [...]

2017-02-09T21:52:51+00:00

Old Sock

Old Sock Hér kemur iin úr smiðju Stulla. Flugan Old Sock. Þetta er glæsileg fluga sem Sturla Birgisson hnýtti og gaf vini sínum Eric Clapton. Flugan er skemmtilega samsett með litum eins og fjólubláum, sem er ekki mikið notaður í [...]

2017-02-09T21:55:20+00:00

Silver Wilkinson

Silver Wilkinson Uppáhaldsflugan Silver Wilkinson. Hér er fluga sem er í fyrsta sæti hjá mér, ég vel hana alltaf fyrst þegar ég tek mín fyrstu rennsli í veiðitúr. Fornfræg fluga sem er hönnuð í kringum 1843 og það er ekki [...]

2017-02-09T22:06:23+00:00

Arndilly Fancy

Arndilly Fancy Frábær veiðifluga. Þessi frábæra fluga er í topp þremur hjá mér. Höfundur flugunnar er Megan Boyd frá Skotlandi sem var ein af bestu fluguhnýturum í heimi, þó svo að hún hafi aldrei stundað fluguveiði. Hún helgaði líf sitt [...]

2017-02-09T22:11:41+00:00

Colburn Blue

Colburn Blue Hér er ein gríðarlega sterk Colburn Blue. Þessa flugu hef ég notað töluvert mikið og er inn á topp tíu listanum hjá mér. Hún hefur gefið mér marga laxa og hún hefur hún reynst mér sérstaklega vel þegar [...]

2017-02-09T22:14:55+00:00

Áli Orange

Áli Orange Áli er fluga úr smiðju meistara Jensen. Hefur reynst mér vel og þá sérstaklega í miklu vatni og skoluðu . Smiðshylur var nákvæmlega þannig vorið 2015 þar sem glæsileg hrygna tók hana nánast uppá bakkanum.

2017-02-09T22:33:29+00:00

Fancy 4 Fishing

Fancy 4 fishing Hér eru fjórar mjög veiðilegar flugur úr Fancy klúbbnum.  Þær eru skemmtilegar og einfaldar og eiga það sameiginlegt að hafa skapað sér þá sérstöðu að vera mjög fengsælar. Mín uppáhaldsfluga í þessum hópi er Arndily Fancy og [...]

2017-02-09T22:36:26+00:00

Old Charlie.

Old Charlie Hér er ein mjög einföld og falleg fluga, gömul og gleymd. Hún heitir Old Charlie og höfundur hennar Douglas Pilkinton hnýtti hana árið 1954. Hún var mikið notuð í laxveiðiám í Skotlandi og var gríðalega vinsæl, allavega hnýttu [...]

2017-02-09T22:39:40+00:00

Gunna Special

Gunna Special Fluga úr smiðju Peter Deane. Flugugrúsk er mjög skemmtilegt áhugamál.   Ég hnýtti mjög áhugaverða flugu úr smiðju Peter Deane, en hann er sá sem ber ábyrgð á Francis flugunni fyrir þá sem það ekki vita. Fluga þessi [...]

2017-02-10T12:47:53+00:00

Black Eyed Prawn

Black eyed Prawn Þessi fluga var fyrst hnýtt árið 1964 og kynnt í tímaritinu The Field. Haukur Sveinbjarnarson stórveiðimaður og leiðsögumaður sýndi mér eintök af þessari flugu sem hann pantaði hjá höfundinum Peter Dean í kringum 1970. Þær voru í [...]

2017-02-10T12:49:13+00:00

Flugan Stardust

Stardust Ég hnýtti töluverðan fjölda af þessari Stardust flugu eftir samtal mitt við fluguveiðimann af eldri gerðinni, sem dásamaði þessa flugu mikið. Hann meira að segja færði mér efnið og sagði mér nákvæmlega hvernig flugan ætti að vera og hún [...]

2017-02-09T23:03:35+00:00

Túttan

Túttan Þetta er fluga sem var hnýtt fyrir son óbyggðanna Tómas Sigurðsson þegar hann var 50 ára gamall og hefur ekki birst áður. Björt og skemmtileg fluga með mikinn karakter eins og Tómas . Hann er einn af þessum heppnu [...]

2017-02-09T23:06:49+00:00

Krulli

Krulli Veiðiflugan Krulli er svo sem engin geimvísindi, en hún virkar eins og nánast öll SRS afbrigði við réttar aðstæður. Hún er hnýtt á ál eða plast með Hallow undirvæng. Einn félagi; Oddur Ingason hefur verið nokkuð duglegur að nota [...]

2017-02-09T23:09:00+00:00

Móa

Móa Móa er fluga sem mjög einfalt er að hnýta, frábær fluga úr einkasafni. Hún var hnýtt fyrir veiðikonur sem hafa dálæti af kampavíni kallað Sparkling Moet.

2019-09-14T16:12:02+00:00

Valbeinn

Valbeinn Valbeinn á sér skemmtilega sögu og er hún ein af þessum einföldu sem er auðvelt að hnýta og ætti að vera til í hverju veiðiboxi. Eftir tiltekt í gömlu hirslum fann ég hnýtingarefni sem er frá mínum unglingsárum sem [...]

2017-02-09T23:16:01+00:00

Kobbi

Kobbi Það er svolítið merkilegt hvað koparlitur er lítið notaður í flugur. Þessi fluga var til eftir samræðu við hann Björn sem benti mér á flugu sem hann heldur mikið upp á sem kallast Bahdakorva sem ber þennan koparlit. Kobbi ber [...]

sérpantaðu þínar veiðiflugur

Angry duck 57 favicon

reidaondin@reidaondin.is